top of page
Search

Að fljúgja með Play

Updated: Oct 7, 2021


Nýlega flaug ég í fyrsta sinn með flugfélaginu Play. Ferðinni var heitið til Barcelona og var ég að vonum spennt að prófa þetta nýja íslenska flugfélag. Ég hef oft áður flogið með misgóðum erlendum lággjaldaflugfélögum og var því búin að undirbúa mig andlega undir óþægilega ferð sem ég myndi svo hrista af mér á leiðarenda í spænskri sól.


Flugferðin kom hins vegar skemmtilega á óvart. Fyrir það fyrsta var vélin rúmgóð og fótaplássið ríflegt, jafnvel fyrir eiginmanninn sem er í hærri kantinum og lappalangur eftir því. Þá var gott að sjá flugfreyjurnar á þönum íklæddar strigaskóm og þægilegum fatnaði. Þeim leið greinilega vel í svona frjálslegum klæðnaði. Vélin var líka aðeins á undan áætlun, bæði út og heim, nokkuð sem var algjör bónus.


Ég var líka hrifin af því hvað flugfreyjurnar keyrðu drykkjar- og veitingavagninn ört um vélina. Þá var líka alltaf hægt að hringja á þær og biðja um mat og drykk, ólíkt því sem ég hef upplifað í Icelandair vélunum, þar er meiri formfesta og allt virðist þurfa að gerast í réttri röð. Mín upplifun hefur a.m.k. verið sú að ef það er verið að keyra duty free vagninn um vélina þá er ekki vinsælt að biðja um drykk.


Vefsíðan Thepointsguy bar nýlega saman flug með Icelandair og Play, en gagnrýnandi þeirra var á því að sætin í Icelandair séu þægilegri, þó fótaplássið sé meira í Play. Ég verð að vera sammála því, þó mér hafi alls ekki fundist sætin óþægileg hjá Play og var ég sérstaklega ánægð með höfuðpúðann á sætinu sem hægt er að beygja að höfðinu, svo það var með þægilegra móti að dotta í fluginu. Skoðið endilega greinina hjáThe Points Guy en þar eru myndir sem sýna vel samanburðinn bæði á veitingum, plássi og þægindum.


Persónulega þá heillaði verðið mig upphaflega hjá Play, þó ég sé reyndar einnig mjög hrifin af umbununarkerfi Icelandair og nota það töluvert. En eftir þetta fyrsta flug mitt með Play, þá á ég pottþétt eftir að nota flugfélagið aftur - og á nú reyndar þegar flugmiða með þeim í handraðanum...

608 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page