top of page
Search

Fallega fólkið á Tenerife



Þó þúsundir ferðamanna heimsæki Tenerife árlega er ekki svo auðhlaupið að því að finna fallegt fólk þar. Það er amk upplifun íslenskrar auglýsingastofu sem leitar að fallegu en samt venjulegu fólki í auglýsingu fyrir ferðaskrifstofu í skáldsögunni Fegurðin ein eftir Guðmund Steingrímsson.


Bókin, sem kom út fyrir jólin, gerist meir og minna á Tenerife. Aðalpersónan Anna er send í vinnuferð til eyjunnar fögru þar sem hún á að finna fallegt en samt venjulegt fólk í auglýsingaherferð fyrir íslenska ferðaskrifstofu. Anna telur þetta vera létt verk og ætlar aldeilis að blanda saman vinnu og fríi en verkefnið reynist snúnara en það hljómar og margt fer öðruvísi en áætlað var.


Fegurðin ein er létt og fyndin nútímasaga en hún vekur líka upp stærri spurningar varðandi fegurðarskyn okkar mannfólksins og útlitsdýrkun . Hvernig lítur fallegt fólk út og hvað er það nákvæmlega sem gerir það fallegt? Og hvað með náttúruna, hvað kitlar fegurðarskynið þar?


Sagan er létt og skemmtileg nútímasaga sem tilvalið er að taka með í fríið og lesa á ströndinni.



Sjálf las ég bókina á Tenerife og fór ósjálfrátt að setja mig í spor Önnu og virða fáklætt fólkið allt í kringum mig fyrir mér með öðrum augum, sem getur verið ágætis skemmtun á ströndinni. Margir kannast eflaust við aukapersónurnar í bókinni úr sínu daglega lífi eða af samfélagsmiðlunum en vandræðagangurinn í kringum þær togar sannarlega upp munnvikin. Þá fannst mér sérlega áhugavert hvernig höfundurinn læðir inn áhugaverðum fróðleik um úlfamanninn frá Tenerife, Petrus Gonsalvus, inn í söguna.


Ég get því ekki annað en mælt með þessari bók sem góðri skemmtilesningu í frínu á Tene. Bókin kallar ekki bara fram bros heldur hugsanir um útlitsdýrkun nútímans og jafnvel tár í sögulok.


Fleiri bækur um Tenerife má finna hér: www.lifiderferdalag.is/shop


414 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page