top of page
Search
Writer's pictureSnaefridur Ingadottir

Fasteignakaup Íslendinga á Tenerife: Aukin eftirspurn en minni lánamöguleikar

Íslenski lögfræðingurinn Hannes Guðmundsson opnaði nýlega heimasíðuna Tene.is. Þar býður hann Íslendingum í fasteignahugleiðingar upp á aðstoð.



Hannes, sem er spænskumælandi, hefur verið að aðstoða Íslendinga við fasteignakaupa á eyjunni undanfarin tvö ár en vegna mikilla fyrirspurna þá hóf hann nýlega samstarf við eina stærstu fasteignasöluna á suðurhluta Tenerife.



Færri bankar lána Íslendingum með tekjur í íslenskum krónum

Að sögn Hannesar þá hefur fasteignamarkaðurinn á Tenerife breyst mikið að undanförnu. Fasteignaverð hefur hækkað mikið í kjölfar Covid, m.a. vegna þess að fjársterkir Evrópubúar hafa verið duglegir við að kaupa eignir á eyjunni. Samkvæmt fréttamiðlinum Canarian Weekly hafa útlendingar keypt helming af þeim eignum sem seldar hafa verið á árinu. Margir eru bara að flýja meginland Evrópu og eru að leita að öruggari stað til þess skapa sér heimili,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að það sé er orðið nokkuð snúið að kaupa eign á Tenerife fyrir Íslendinga ætli þeir sér að fjármagna kaupin með spænsku bankaláni. Segir hann að vegna nýrra veðlaga, sem auka eigi neytendavernd og tóku gildi þann 1. ágúst, hafi sumir bankar alfarið hætt að lána til Íslendinga með tekjur í íslenskum krónum, t.d. bankar eins og BancaMarch og Caixabank, en áður höfðu bankarnir dregið úr lánshlutfalli til Íslendinga.

„Sumir bankar lána því eingöngu til Íslendinga sem hafa tekjur í USD, EUR, GPB, NOK, SEK, DKK, CHF og JPY. Það er spurning hvort aðrir bankar munu fylgja í þeirra fótspor og hætta alveg að lána til íslendinga með tekjur í íslenskum krónum ?,“segir Hannes. Enn séu þó lánaleiðir í boði fyrir fólk með tekjur í íslenskum krónum að hans sögn. Það er t.d. hægt að fá fjármagn í gegnum fjármálafyrirtæki, en Hannes býður sínum viðskiptavinum upp á aðstoð við að fara í gegnum lánaferli og vísar hann á þá banka sem samþykkja viðskipti við fólk með íslenskar krónur.


Dæmi um eign sem er til sölu hjá Tene.is. Hannes einbeitir sér eingöngu að því að þjónusta fólk sem er að leita að eignum á suðurhluta Tenerife.


Vextir að hækka

Þá segir Hannes að vextir á lánum hafi almennt verið að hækka, hafi farið úr 1% og alveg upp í 5%. Spánverjar sjálfir eru farnir að leita í öryggið í lánamálum og eru í auknu mæli að taka lán með föstum vöxtum út allan lánstímann, því mikil óvissa er með þróun vaxta í framtíðinni, hvort þeir muni hækka mikið eða lækka,“ segir Hannes og heldur áfram; „Fasteignakaup eru flókið og tímafrekt ferli hér úti og margt gert öðruvísi en heima. Það er misjafnt hversu mikla hjálp Íslendingar þurfa en ég hef t.d. verið að bjóða fólki upp á aðstoð alveg frá a-ö, aðstoð við að finna alla pappíra, ganga með þeim á milli fjármálafyrirtækja og sækja um lán, sitja kaupsamninga o.s.frv.,“ segir Hannes sem er kominn með afar góð sambönd á Tenerife eftir búsetu og ýmis verkefni ytra. Eins og er þá er hann ekki með fasta starfsstöð á eyjunni en flýgur reglulega á milli Íslands og Tenerife eftir þörfum. Inn á heimasíðunni tene.is er að finna netfang og símanúmer hjá honum fyrir áhugasama.



  • Vantar þig meiri upplýsingar um fasteignakaup og búsetu á Tenerife? Í handbókinni Spánn nýtt líf í nýju landi er að finna alls konar upplýsingar sem gagnast þeim sem hyggjast setjast að á Tenerife eða meginlandi Spánar til styttri eða lengri tíma. Bókin fæst í Eymundsson og einnig í netverslunni á lifiderferdalag.is



964 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page