top of page
Search

Hraðpróf ekki lengur nauðsynleg á landamærunum

Frá og með 1.október urðu breytingar á landamærunum sem einfalda mjög ferðalög Íslendinga til landsins. Áður var gerð krafa um að allir farþegar á heimleið þyrftu að fara í Covid próf erlendis og sýna niðurstöðuna við komuna til landsins. Þetta þýddi að í styttri ferðum fór oft dýrmætur tími í það að koma sér í sýnatöku og fá niðurstöður fyrir heimflug.



Þessi krafa hefur nú verið felld niður en önnur ákvæði varðandi heimkomu standa;

-Allir farþegar þurfa að forskrá sig á Covid.is áður en komið er til landsins.

- Allir farþegar þurfa að fara í Covid próf við komuna til landsins. Óbólusettir eða hálfbólusettir þurfa að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli við komu, sæta 5-6 daga sóttkví og síðan fara í aðra sýnatöku til að ljúka sóttkví. Þeir sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu geta valið hvort þeir fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli eða innan 48 stunda á næstu heilsugæsl. Þeir þurfa ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er niðurstöðu.


289 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page