top of page
Search

Hvað sparast mikið með íbúðaskiptum?

Ég var að ganga frá íbúðaskiptum fyrir jólafríið á Tenerife. Við erum fimm manna fjölskylda og með því að gera íbúðaskipti í stað þess að leigja spörum við 240 þúsund krónur í gistikostnað.

Hér ætlar fjölskyldan að dvelja í jólafríinu


Við fjölskyldan byrjuðum upphaflega í íbúðaskiptum af fullum krafti fyrir 9 árum. Á þeim tíma voru fjárráð okkar þannig að íbúðaskipti voru þá eina leiðin fyrir okkur til þess að komast erlendis með þrjú börn. Þó aðstæður okkar hafi breyst á þessum árum nýtum við okkur enn þetta kerfi þar sem okkur hugnast það vel.


Nýlega gekk ég frá íbúðaskiptum á Tenerife í kringum jólin næstu og reiknaði þá að gamni mínu hvað við værum að spara mikið varðandi gistikostnað á þeim skiptum. Í sama húsi sem við munum dvelja í eru margar leiguíbúðir sem auglýstar eru á Airbnb og með því að slá inn sama tímabil, þ.e.a.s. 10 daga fyrir sambærilega íbúð hefðum við þurft að greiða 1690 evrur eða 240 þúsund krónur. Það má gera ýmislegt skemmtilegt fyrir þá upphæð. Kannski við förum bara aukaferð í Siampark...Viltu læra meira um íbúðaskipti? Handbókin um íbúðaskipti fæst í vefverslunni lifiderferdalagi.is Næstu námsskeið eru:

  • 10. nóvember hjá Endurmenntun,

  • 16. nóvember hjá Símey

  • 15. mars hjá Endurmenntun
851 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page