top of page
Search

Hvort er betra? Costa Blanca eða Tenerife?

Writer's picture: Snaefridur IngadottirSnaefridur Ingadottir

Updated: Feb 9, 2023

Undanfarið hef ég töluvert verið spurð að því hver sé helsti munurinn á Tenerife og Costa Blanca en ég hef skrifað ferðahandbækur um báða staðina.

Í fyrsta lagi er ekki alveg sanngjarnt að bera þessa staði saman þar sem Tenerife er eyja en Costa Blanca er á meginlandi Spánar. Ferðamannasvæðið á Tenerife er tiltölulega afmarkað og ef farið er út fyrir það er óalgengt að fólk tali almennt ensku. Costa Blanca er miklu víðfeðmara og þar er þjónustustig við ferðamenn almennt mjög gott á öllu svæðinu.


Fjölbreytileiki í afþreyingu fyrir ferðafólk finnst mér vera meiri á Costa Blanca, ekki síst fjölskyldufólk. Á Tenerife er hægt að telja skemmtigarðana upp á annarri hendi en á Costa Blanca er af nógu að taka á því sviði. Á Tenerife er t.d. enginn risaeðlugarður eða hægt að fara í safaríferð og horfa á ljón út um bílgluggann! Hvoru tveggja er hins vegar í boði á Costa Blanca. Þá er líka hægt að fara með fjölskylduna í loftbelg, sem er heldur ekki í boði á Tenerife.


Ég hef sjálf mjög gaman af mörkuðum og markaðsmenningu og sem forfallinn flóamarkaðsfíkill þá verð ég að segja að markaðirnir á Costa Blanca eru mun skemmtilegri og fjölbreyttari þar en á Tenerife. Það er einfaldlega vegna þess að það er meira flæði af alls konar dóti af meginlandinu öllu á Costa Blanca og því meira að hafa fyrir fólk sem hefur áhuga á antik eða retró hlutum.



Tenerife hefur hins vegar hitastigið fram yfir meginlandið, þar er jafnara hitastig allan ársins hring. Þá er gróðurinn þar líka allt öðruvísi heldur en á Costa Blanca, hann er suðrænni. Þá finnst mér þægilegra að ferðast um Tenerife þar sem eyjan er afar lítil og maður er alltaf vel áttaður, í mínum huga virðist Costa Blanca svæðið endalaust. Á báðum stöðum er hins vegar nóg að hafa þegar kemur að matarupplifunum og fyrir fólk sem hefur gaman af útivist þá eru fjölmargir möguleikar á báðum stöðum, m.a. fjöldi vel merktra gönguleiða sem gerir ferðafólki auðvelt fyrir að ganga á eigin vegum.


Það er í raun ekki hægt að segja að annað svæðið sé betra en hitt, þetta er frekar spurning um hvað fólk er að sækjast eftir.



Viltu heyra meira um Costa Blanca svæðið?

Ég segi frá ást minni á Spáni og nýjustu bókinni minni Costa Blanca Lifa og njóta um helgina:

11. febrúar Fosshótel Þórunnartúni, Reykjavík kl.13-17 á fasteignakynningu Novus Habitat

12. febrúar Hótel Kea Akureyri kl. 13-17 á fasteignakynningu Novus Habitat


Bókin fæst á tilboðsverði á staðnum.







1,044 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page