top of page
Search

Jólatívolíið í Los Cristianos hefur opnað!„Feria Popular de Atracciones de Arona" hefur nú opnað í Los Cristianos.

Um er að ræða skemmtisvæði sem aðeins er opið í kringum jólin en á svæðinu, sem er 2000 fm að stærð, er að finna alls konar sölubása og skemmtitæki fyrir alla fjölskylduna.


Yfirleitt er mikil stemming á svæðinu, dillandi tónlist og fjöldi sælgætis- og veitingabása. Hvort sem þú ert hrifin af tívolítækjum eða ekki þá er upplifun að ganga þarna um, smakka á götumat heimamanna og láta hrífast af ljósadýrðinni og tónlistinni.


Skemmtisvæðið er staðsett við La piscina municipal de Los Cristianos og er opið föstudaga og laugardaga milli kl. 17 og 23. Á sunnudögum er opið frá kl. 17 til 22.


Dagana 24., 25. og 31. desember og 5. og 6. janúar verður opið milli kl. 16 og 22. 1. janúar verður opið milli kl. 17 og 23. Síðasti opnunardagur „Feria Poular de Atracciones de Arona" verður 9. janúar.


Vantar þig fleiri hugmyndir að fjölskyldufjöri á Tenerife? Kíktu í bókina Tenerife krakkabókin

1,513 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page