top of page
Search

Tenetvenna - Fjölskylduvænt tilboð í október

Updated: Nov 10, 2021


Nú þegar farið er að kólna á Fróni leitar hugur margra á heitari slóðir. Af því tilefni bjóðum við upp á hausttilboð í vefverslunni á lifiderferdalag.is; tvær bækur um Tenerife í einum pakka!


Hugurinn ber þig hálfa leið og hluti af ferðalaginu er að láta sig hlakka til ferðalagsins. Því ekki að koma sér í rétta gírinn með smá sólarlestri í skammdeginu?


Tenerife Krakkabókin er sérstaklega ætluð krökkum. Þar er að finna alls konar skemmtilegar hugmyndir af afþreyingu á eyjunni, t.d. upplýsingar um góðar ísbúðir, vísindasafnið, fiðrildagarðinn, úlfaldaútreiðatúra, kafbátaferðir, sjóræninga, brimbrettanámskeið o.fl. Við vinnslu bókarinnar voru öll atriðin prófuð af íslenskum krökkum.


Ævintýraeyjan Tenerife inniheldur almennar upplýsingar um eyjuna og uppástungur að ýmsu sem gaman er að skoða á eyjunni eins og t.d. draugaþorpið, pýramídana, eitraðann blómagarð og nektarstrendur. Þá er fjallað um matarmenningu heimamanna, hvað er gaman að smakka á eyjunni og hugmyndir gefnar af gönguleiðum o.fl.
475 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page