top of page
Search

Varúð! Svikasíða rukkar ferðamenn á leið til Spánar

Updated: Jan 5, 2022

Vissara er að vara ferðamenn á leið til Spánar og Kanaríeyja við netsíðu sem rukkar fólk fyrir QR kóðann sem allir ferðamenn á leið til Spánar verða að hafa.



Allir ferðamenn á leið til meginlands Spánar og kanarísku eyjanna verða að fara inn á heimasíðuna spth.gob.es til þess að skrá sig inn í landið fyrir komu og fá þá sendan þar til gerðan QR kóða sem sýna þarf á flugvellinum. Síðan spainhealthform.com hefur hins vegar náð að gabba margan ferðamanninn en hún gefur sig út fyrir að gefa út Health Control Form (HCF) for Spain og rukkar fólk 65 dollara fyrir.

Trustpilot varar við þessari síðu en hún lítur ekki aðeins vel út heldur sendir hún þeim sem láta gabbast mjög traustvekjandi tölvupóst. En látið ekki blekkjast, það kostar ekkert að skrá sig inn í landið í gegnum spth.gob.es og það er rétta leiðin.

442 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page