Með auknum möguleikum á fjarvinnu hefur færst í vöxt að fólk komi í langdvöl til kanarísku eyjanna, án þess að vera lífeyrisþegar. Fasteignasalan Nordicway er með íslenskumælandi starfsfólk, bæði á Gran Canaria og Tenerife, sem aðstoðar við allt er tengist því að koma sér fyrir í nýju landi.
Séð yfir Los Cristianos á Tenerife.
Eins og fram kemur á heimasíðu Nordicway þá er þjónusta fyrirtækisins fjölbreytt, en þar er m.a. boðið upp á aðstoð við að finna leiguhúsnæði, gerð leigusamninga, skrá börn í skóla, sækja um NIE, stofna bankareikning, sækja um net, rafmagn, vatn o.sfrv. - eða allt það helsta sem hafa þarf í huga þegar flutt er í nýtt land. Sambærileg þjónusta hefur verið í boði hjá íslenskum fasteignasölum á Costa Blanca svæðinu á Spáni, t.d. hjá Zalt Properties.
Skjáskot af heimasíðu Nordicway.
Þegar fólk er í undirbúningsferlinu er afar gott að geta leitað eftir aðstoð við hlutina, sérstaklega ef fólk talar ekki spænsku, enda sannarlega að ýmsu að huga þegar staðið er í búferlaflutningum. Hægt er að lesa nánar um það í handbókinni Spánn Nýtt líf í nýju landi sem fæst sem rafbók og er einnig til á pappírsformi.
Hæ vantar sárlega litla íbúð á norður tenerife ...ég er ein og þarf að fá að hafa dýr ...helst í þorpi með smá garði og helst ekki stærra en 50 fm. Kveðja