- Viltu ferðast meira án þess að borga meira?
- Viltu vera í ókunnugu landi en láta eins og þú eigir heima þar?
- Viltu upplifa meira á ferðalögum þínum?
Íbúðaskipti skapa aukin tækifæri til ferðalaga og gefa öðruvísi sýn á áfangastaðina. Með því að skipta á húsnæði við fólk úti í heimi eða innanlands er hægt að spara stórfé í gistikostnað og ferðalagið verður hagkvæmara.
Stærð: 74 bls.
Íbúðaskipti - minni kostnaður, meiri upplifun
Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífsstíl sínum Hún ferðast reglulega bæði innanlands og erlendis með fjölskyldu sinni án þess að greiða fyrir gistingu. Í þessari bók deilir Snæfríður reynslu sinni af íbúðaskiptum, útskýrir hvernig kerfið virkar, veitir lesendum innblástur og hvetur til gefandi og hagsýnni ferðalaga í gegnum íbúðaskipti.
Bókin er póstlögð frá Akureyri. Það tekur Póstinn yfirleitt 5-10 daga að koma bókunum á réttan stað innanlands, fer svolítið eftir staðsetningu og hversu oft er borið út á viðkomandi stað.