top of page

FÆST Í EYMUNDSSON og WHY NOT LAGO Á GRAN CANARIA 

 

Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Kanaríeyjar enda hefureyjaklasinn verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda í áratugi, ekki síst eyjan Gran Canaria. Á  eyjunni er að finna mikla fjölbreytni bæði í landslagi og afþreyingu, sem gerir Gran Canaria að afar spennandi áfangastað fyrir fólk á  öllum aldri allt árið um kring.


Í þessarri bók gefur fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir, sem ferðast árlega til Kanaríeyja með fjölskyldu sinni, lesendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem gaman er að skoða og upplifa á Gran Canaria. 


Ef þú ert á leið til Gran Canaria og vilt fá meira út úr ferðalaginu

þá mun þessi bók tvímælalaust veita þér innblástur!

 

Í bókinni koma meðal annars við sögu: Kaktusar - Hellar - Gönguleiðir - Markaðir - Saltnámur -Romm - Skemmtigarðar - Pálmatré - Sandhólar - Kaffi - Sjávarlaugar - Baðstrendur - Fjallaþorp - Tapas - Sykurreyr - Kúrekar.

 

160 bls.   Fjöldi litljósmynda prýða bókina sem og gróft kort af eyjunni. 

 

 

Gran Canaria - Komdu með til Kanarí

0krPrice
  • Bókin er póstlögð frá Akureyri. Það tekur Póstinn yfirleitt 5-10 daga að koma bókunum á réttan stað innanlands, fer svolítið eftir staðsetningu og  hversu oft er borið út á viðkomandi stað. Bókin fæst líka í flestum verslunum Eymundsson. 

bottom of page