
UM SNÆFRÍÐI
Snæfríður Ingadóttir, sem starfað hefur við fjölmiðla í meira en 20 ár, hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og farið víða. Hún hefur fjallað mikið um ferðamál í starfi sínu sem blaðamaður, auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn. Þá er hún einnig menntaður leiðsögumaður.
​
Snæfríður þekkir Tenerife mjög vel en hún bjó þar með fjölskyldu sinni veturinn 2018-19 og veturinn 2023-24, auk þess að hafa komið þangað margoft sem ferðamaður undanfarin 10 ár. Snæfríður býr á Akureyri með eiginmanni og þremur dætrum - en er þó alltaf með hugann á Tenerife þar sem fjölskyldan á gamalt hús á norðurhluta eyjunnar sem þau eru að gera upp.
Fylgist með lífinu á Akureyri og á Tenerife á Instagram reikninginum @ohyesyoucan
​
​Nokkur viðtöl sem birst hafa í fjölmiðlum við Snæfríði:
- „Ef þetta er einhver undirliggjandi draumur vil ég hvetja fólk til að gera þetta“, RÚV ágúst 2025
-
Fyrsta ferðin til Kanarí varð upphafið að breyttum lífstíl, RÚV, mars 2023
-
Vill ekki bíða eftir ellilífeyrinum, Helgarblað Fréttablaðsins, febrúar 2021
-
Íbúðaskipti og hagkvæmni á ferðalögum, Leitin að peningunum, maí 2021
-
Heilmikið ævintýri að búa hér, DV, apríl 2019
.jpg)