top of page

UM SNÆFRÍÐI 

Snæfríður Ingadóttir, sem starfað hefur við fjölmiðla í meira en 20 ár,  hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og farið víða. Hún  hefur fjallað mikið um ferðamál í starfi sínu sem blaðamaður, auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn. Þá er hún einnig menntaður leiðsögumaður.

​

 Snæfríður þekkir Tenerife mjög vel en hún bjó þar með fjölskyldu sinni veturinn 2018-19 og veturinn 2023-24, auk þess að hafa komið þangað margoft sem ferðamaður undanfarin 10 ár.  Snæfríður býr á Akureyri með eiginmanni og þremur dætrum - en er þó alltaf með hugann á Tenerife þar sem fjölskyldan á gamalt hús á norðurhluta eyjunnar sem þau eru að gera upp. 

Fylgist með lífinu á Akureyri og á Tenerife  á Instagram reikninginum @ohyesyoucan

​

​Nokkur viðtöl sem birst hafa í fjölmiðlum við Snæfríði:

snaefridur_ tenerife (1).jpg
bottom of page