UM SNÆFRÍÐI 

Snæfríður Ingadóttir, sem starfað hefur við fjölmiðla í meira en 20 ár,  hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og farið víða. Hún  hefur fjallað mikið um ferðamál í starfi sínu sem blaðamaður, auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn. Hún er einnig menntaður leiðsögumaður.

  

Snæfríður þekkir Tenerife mjög vel en hún bjó þar með fjölskyldu sinni veturinn 2018-19 auk þess að hafa komið þangað margoft sem ferðamaður.  Snæfríður býr núna á Akureyri.