
FYRIRLESTRAR og NÁMSKEIÐ
Undanfarin ár hefur Snæfríður reglulega haldið vinsæl námskeið og fyrirlestra um ferðatengd málefni eins og íbúðaskipti, Gönguleiðir á Tenerife, ferðalög um Gran Canaria og hvað þarf að hafa í huga varðandi búferlaflutninga til Spánar eða Kanarísku eyjanna.
​​
Fyrirlestrarnir hafa m.a. verið haldnir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og hjá Símey á Akureyri.
​​​
NÝR FYRIRLESTUR VETURINN 2025-26:
Frelsi, ferðalög og foreldrahlutverkið - fyrirlestur fyrir foreldra með ferðadrauma
Þessi fyrirlestur er sérstaklega ætlaður foreldrum sem dreymir um að skapa meira frelsi, samveru og ævintýri með börnunum sínum en vantar hugrekki og innblástur. ​​ Mörgum starfsstéttum hentar ekki að taka frí á sumrin en á veturna eiga börnin að vera í skóla. Er hægt að ferðast með börn að vetrarlagi?
​
Hjónin Snæfríður og Matthías hafa sett frelsi, ferðalög og fjölskyldufjör í forgrunn í lífinu. Þau hafa ítrekað tekið dætur sínar þrjár úr hefðbundnu skólanámi um skemmri eða lengri tíma, enda margt hægt að læra utan skólaveggjanna. Farið er yfir atriði á borð við:
-
Hvernig er best að undirbúa fjölskylduna fyrir slíkt ævintýri?
-
Hvað þarf að hafa í huga varðandi skólareglur og nám barna á ferðalögum?
-
Gagnrýnisraddir og að komast yfir þá tilfinningu að maður sé ekki nógu góður kennari.
-
Hagnýt ráð varðandi fjárhagslegu hliðina.
Fyrirlesturinn er fullur af góðum ráðum, lifandi dæmum og hagnýtum upplýsingum. Lesa má nánar HÉR
​​
Viltu fá Snæfríði til þess að halda fyrirlestur í þínu fyrirtæki eða foreldrafélagi? Hafðu þá samband á snaeja@gmail.com
​​​​
Næstu fyrirlestrar:
5. nóvember 2025 - Gönguleiðir á Tenerife - Zoom fyrirlestur á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.
​
​​
​​
​
​
​​