© 2018 Ár og dagar ehf. Proudly created with Wix.com

Undanfarin þrjú ár hefur Snæfríður reglulega haldið vinsæla  fyrirlestra um íbúðaskipti, m.a. á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.  Eins hafa fyrirlestrar hennar um Tenerife verið vel sóttir hjá EHÍ. Viltu fá Snæfríði til þess að halda fyrirlestur hjá þér? Hafðu þá samband. 

 

NÁMSKEIРUM ÍBÚÐASKIPTI

Gætirðu hugsað þér að ferðast um heiminn án þess að greiða krónu fyrir gistingu? Viltu fá meiri upplifun út úr ferðalögum þínum? Íbúðaskipti verða sífellt vinsælli, enda bæði hagkvæm og skemmtileg leið sem gefur aukin tækifæri til ferðalaga.

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir hefur gert íbúðaskipti að hluta af lífstíl sínum og ferðast árlega erlendis með fjölskyldu sína án þess að greiða fyrir gistingu. 
Á þessu námskeiði deilir hún reynslu sinni af íbúðaskiptum og bendir einnig á aðrar óhefðbundnar leiðir til þess að halda ferðakostnaði í lágmarki eins og heimilispössun, vinnuskipti, sófasörf o.fl.

Er hægt að treysta á íbúðaskipti? 
Hvernig finnur maður bestu skiptin? 
Hvar og hvenær er best að kaupa flug? 
Borgar sig líka að skipta á bílum? 
Snæfríður veitir þátttakendum innblástur til gefandi og hagsýnna ferðalaga.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Jákvæðar og neikvæðar hliðar íbúðaskipta. 
• Hvaða vefsíður eru bestar? 
• Hvað eykur líkurnar á velheppnuðum íbúðaskiptum? 
• Hvernig er best að undirbúa heimilið fyrir skiptin?
• Er óhætt að skipta á bílum og hvernig er best að undirbúa slík skipti?
• Rætt er um aðra óhefðbundna ferðamöguleikar á borð við heimilispössun, sófasörf, Airbnb o.fl.
• Gefin eru ýmis hagsýn ferðaráð varðandi flug, bílaleigur o.s.frv.

Ávinningur þinn:

• Þú færð hvatningu til þess að prófa óhefðbundna ferðamöguleika á borð við íbúðaskipti. 
• Þú lærir um hvað ber að varast þegar gengið er frá íbúðaskiptum.
• Þú heyrir reynslusögur frá fólki sem prófað hefur íbúðaskipti. 
• Þú færð innblástur til hagsýnni ferðalaga. 
• Þú sérð ferðalög í nýju ljósi!

Fyrir hverja:

Alla þá sem vilja fá öðruvísi upplifun á ferðalögum sínum og um leið spara peninga.

FYRIRLESTRAR