•  Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Tenerife enda hefur eyjan verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda. Tenerife á sér  þó aðra hlið sem snýr ekki eingöngu að sólskini, ströndum og sundlaugarbökkum. Á eyjunni má til dæmis finna frábærar gönguleiðir umstórbrotið landslag, náttúrulaugar, pýramída og fjölbreytta afþreyingu fyriralla fjölskylduna.

   

  Ef þú ert á leið til Tenerife og vilt lenda í stórum ævintýrum á þessari litlueyju þá veitir þessi bók þér innblástur! Í bókinni koma meðal annars við sögu: Geitaostur – Flóamarkaðir -Bananar – Náttúrulaugar - Rauðvín – Pýramídar – Pálmatré –Nektarstrendur - Gönguleiðir – Dýragarðar – Róluvellir – Kaffi – Götulist –Gömul hús – Bíltúrar – Kafbátaferðir – Úlfaldar – Hjólreiðar - Heimamenn

   

  Bls. 144.  Fjöldi litljósmynda prýða bókina. 

   

  Ævintýraeyjan Tenerife, stór ævintýri á lítilli eyju

  SKU: ISBN5694110044129
  3.500krPrice
  • Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir ferðast árlega til Kanaríeyja meðfjölskyldu sinni og er Tenerife í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Í þessari bókdeilir hún úr reynslubanka sínum og gefur lesendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem vert er að skoða og upplifa á Tenerife.

  • Bókin er póstlögð frá Akureyri. Það tekur Póstinn yfirleitt 5-10 daga að koma bókunum á réttan stað innanlands, fer svolítið eftir staðsetningu og  hversu oft er borið út á viðkomandi stað.