top of page
 • Geggjað stuð fyrir hressa krakka!

   

  Hefur þú komið til Tenerife? Tenerife er geggjuð eyja og þar er nóg að gera fyrir hressa krakka. Veðrið er svo gott þar að þú getur alltaf farið út að leika. Þar eru líka klikkaðir skemmtigarðar, frábærar ísbúðir, djúsí matur og æðislegar strendur.

   

  Ég heiti Ragnheiður Inga Matthíasdóttir og er ellefu ára gömul. Ég hef ferðast nokkrum sinnum til Tenerife og einu sinni bjó ég þar í nærri því heilt ár. Ég veit rosalega mikið um þessa skemmtilegu eyju og í bókinni segi ég frá því öllu – með smá hjálp frá mömmu minni, Snæfríði Ingadóttur.

   

  Bestu ísbúðirnar – Brimbretti – Vatnsrennibrautagarðar - Trampólín - Vísindasafn- Tvímenningshjól - Dýragarðar - Afrófléttur - Smáhestar - Go kart - Klifurgarður - Dúkkur.....

  Allt um þetta og meira til í þessari geggjuðu bók!

   

  104 bls. Litljósmyndir og teikningar.

  Tenerife Krakkabókin

  2.900krPrice
  • Bókin er póstlögð frá Akureyri. Það tekur Póstinn yfirleitt 5-10 daga að koma bókunum á réttan stað innanlands, fer svolítið eftir staðsetningu og  hversu oft er borið út á viðkomandi stað.  Bókin fæst líka í flestum verslunum Eymundsson.