top of page
Search

Allir velkomnir til Tenerife frá Íslandi

Fyrir ferðamenn á leið til Tenerife sem eru að leita að upplýsingum um þær reglur sem eru í gildi á hverjum tíma vegna Covid þá eru alltaf réttar upplýsingarnar inn á heimasíðunni www.spth.gob.es sem heilbrigðisráðuneyti Spánar heldur úti.

Allt Tenerife fylgist vel með gangi mála og uppfærir reglulega upplýsingarnar á heimasíðu sinni út frá nýjustu ákvörðunum kanarískra stjórnvalda, svo það er gott að leita þangað eftir upplýsingum á íslensku.


Eins og staðan en núna eru allir sem ferðast frá Íslandi velkomnir til kanarísku eyjanna og Spánar, bólusettir sem óbólusettir, en allir þurfa að skrá sig inn í landið (gert á spth.gob.) og framvísa einu af eftirtöldu: bólusetningarvottorði, vottorði um fyrri sýkingu og mótefni, covid prófi. Börn yngri en 12 ára þurfa ekki að framvísa neinu. Þeir sem eru að koma frá "high risk" löndum þurfa alltaf að sýna covid próf en Ísland er ekki á þeim lista þegar þetta er skrifað. Þá fara sumir gististaðir fram á covid próf og því gott að kynna sér reglur hótelsins sem verið er að fara að gista á.Ekki fleiri en 12 saman út að borða

Allt Tenerife hefur tekið saman reglur um þær samkomutakmarkanir og sóttvarnir sem eru í gildi á Tenerife og er ágætt að hafa þær á hreinu fyrir ferðalagið, sérstaklega fyrir stærri hópa og fjölskyldur, sem ætla sér að borða saman yfir hátíðirnar. Tenerife er núna á level 1 sem þýðir að mest mega12 manns koma saman, hvort sem er í heimahúsi eða sitja saman á borði á veitingastað.


Mikil umræða hefur verið um það hvort kanarísku eyjarnar taki upp svokallað "Covid vegabréf"en eins og er þá er sú hugmynd ekki orðin að veruleika. Valensíska sjálfstjórnarhéraðið er að taka upp slíkt vegabréf (frá 3. des) og samkvæmt upplýsingum frá ræðismanni Íslands í Orihuela Costa þarf þar með að sýna Covid -vegabréf til þess að:

- Fara á veitingastaði og bari með rými fyrir 50 og fleiri

- Komast inn á skemmtistaði, spilasali og bingó

- Heimsækja á sjúkrahúsum og elliheimilum

- Sækja viðburði og tónleika630 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page