Handbók með 33 gönguleiðum á Tenerife er nú fáanleg í vefversluninni lifiderferdalag.is. Bókin veitir innblástur að bæði léttum og erfiðari göngum út um alla eyju.
Höfundur bókarinnar er Snæfríður Ingadóttir sem áður hefur skrifað handbækur um kanarísku eyjarnar, Costa Blanca svæðið, íbúðaskipti og búsetu á Spáni, svo nokkrar séu nefndar.
Leiðirnar hefur Snæfríður og fjölskylda hennar allar gengið á undanförnum fimm árum en þær eru frá 2-17 km langar. Þær eru misjafnar að erfiðleikastigi og liggja um ólíkt landslag, sumar eru meðfram strandlengjunni, aðrar liggja um skóglendi eða upp á fjöll.
Bókin skiptist í 6 kafla og er hverri leið lýst í máli og myndum og með korti. Þá eru í bókinni fjöldi linka sem leiða inn á vefsíður með nánari upplýsingum.
Bókin er aðeins fáanleg sem rafbók og fæst hér: lifiderferdalag.is/shop
Dæmi um það hvernig bókin er uppsett.
Comments