top of page
Search

Sjálfu-safn í Santa Cruz

Ertu á leið í höfuðborg Tenerife og langar til þess að gera eitthvað nýtt og öðruvísi? Nýlega opnaði afþreyingarstaðurinn Selfie Town í borginni þar sem hægt er að smella af hinni fullkomnu sjálfu.

Staðurinn er glænýtt nýsköpunar fyrirtæki í eigu ungra frumkvöðla og opnaði hann í mars. Þangað er hægt að fara og taka myndir í alls 40 mismunandi rýmum með mismunandi bakgrunnum. Þá er einnig hægt að leigja poloroid myndavélar á staðanum og nýta í myndatökurnar.


Til dæmis er hægt að setjast í fallega rólu með bleikum rómantískum bakgrunni. Þegar karnivalið stóð sem hæst í júní þá var boðið upp á að fara í búninga á staðanum. Eitt rýmið er með ástarörvum, annað með vængjum o.s.frv.

Selfie Town Tenerife er staðsett stutt frá miðbænum, nánar tiltekið við Calle Doctor Guigou 16B. Það er því tilvalið að heimsækja einn fallegasta almenningsgarð Tenerife, Parque García Sanabria sem er í göngufæri frá Selfie Town og slá þannig tvær flugur í einni höfuðborgarferð.



Sambærileg selfie söfn finnast t.d. í Barcelona og Madrid en Selfie Town er fyrsta selfie safn Kanaríeyja. Auðveldlega má komast inn á Selfie Town með hjólastól eða barnakerru.


Sjáið má nánari upplýsingar um Selfie Town Tenerife á Facebooksíðunni þeirra




255 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page