top of page
Search

Sparkaðu upp spænskuna!

Updated: Apr 9, 2023

Ef þig hefur dreymt um að læra spænsku en finnst þú ekki hafa tíma til þess þá hefurðu í raun enga afsökun lengur. Spænskukennsla er orðin afar aðgengileg í gegnum hin ýmsu öpp og vefsíður.


Mynd: Unsplash/Jon Tyson


Duolingo appið er góð byrjun til þess að læra orðaforða og málfræði en það hentar öllum aldurshópum. Eins má nota Memrise sem notar endurtekningu til þess að kenna orðaforða og málfræði. Þá er líka um að gera að skoða síðurnar SpanishDict og StudySpanish.com


Þegar þú hefur náð undirstöðuatriðunum í spænskunni er hægt að komast í samband við heimamenn sem tala spænsku í gegnum Hello Talk eða Lang8 og æfa sig í því að hlusta og tala.


Síðan geturðu fært þig upp á skaptið með því að hluta á fréttir á spænsku í gegnum podcastið News in Slow Spanish.


Þó mikið sé að gera þá er hægt að æfa hlustun með því að hlusta á spænska tónlist en það hjálpar þér við að venjast taktinum í tungumálinu. SpanishMix er t.d. kjörinn vettvangur hvað þetta varðar en þar eru valin spænsk lög og textar sem auðveldlega er hægt að fylgja bæði í lestri og hlustun.


Á Youtube eru síðan ótal möguleikar til þess að læra spænsku. Skoðaðu t.d. Butterfly Spanish eða SpanishPod101.


Á Netflix er kjörið að velja spænska þætti og horfa á þá með spænskum texta. T.d. Money Heist, Elite eða Roma.


Þessi listi er alls ekki tæmandi, möguleikarnir eru endalausir þegar netið er annars vegar....


!!! Vantar þig fleiri ráð varðandi hvernig best sé að undirbúa lífið á Spáni?

Kíktu þá á handbókina Spánn - Nýtt líf í nýju landi

494 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page