top of page
Search

Lúxus nuddstofa á Tenerife og íslenskt skyrTvö ný fyrirtæki sem hafa tengingu við Ísland hafa tekið til starfa á suðurhluta Tenerife. Annars vegar lúxus nuddstofa og hins vegar skyrbar sem selur íslenskt skyr.


Nýlega opnaði lúxus nuddstofan Luxury thai massage Las American Tenerife á Amerísku ströndinni. Eigendur hennar eru vinkonurnar Pu Pae Tichagon og Numfon Chaisongkra, eða Fon eins og hún er alltaf kölluð. Fon er gift Grími Víkingi Þórarinssyni en þau hjónin hafa verið búsett á Tenerife síðan 2020.Luxury thai massage Tenerife nuddstofan er staðsett á besta stað á Amerísku ströndinni, í göngufæri frá vinsælum hótelum meðal Íslendinga, Bitacora hótelinu og Parque Santiago III hótelinu. Á nuddstofunni er boðið upp á hefðbundið tælenskt nudd sem og fótadekur.


Nuddstofan er í lítilli verslunarmiðstöð, Centro comercial Arcade, sem liggur á milli Laugavegarins (eins og Íslendingar kalla aðalverslunargötuna Avendida Las Américas) og götunnar Avenida Antonio Dominguez, en á milli þessara gatna liggur göngustígurinn P. Teide og er verslunarmiðstöðin við þann stíg. Athugið að nauðsynlegt er að panta tíma í nudd.Þá opnaði The Skyr Factory útibú við Playa de la Pinta ströndina í apríl en fyrirtækið rekur skyrbar við Höfðatorg í Reykjavík. Á The Skyr Factory Tenerife er hægt að fá smoothie og smoothie skálar, alveg eins og á Höfðatorginu og að sjálfsögðu með íslensku skyri frá Ísey.

Skyr Factory Tenerife er staðsett á annarri hæð í Centro Commercial Playa Puerto Colon, alveg við Playa de la Pinta ströndina. Í göngufæri frá staðnum er annar íslenskur staður, Bambú bar og bistro en lista yfir fleiri íslensk fyrirtæki á Tenerife má sjá hér.


Óskum við báðum þessum fyrirtækjum velferðar á Tenerife.Viltu vita meira um Tenerife? Sjá handbækurnar um eyjuna hér


1,283 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page